Útgerðarfélagið Frosti, sem gerir út togarann Frosta ÞH 229 á Grenivík, hagnaðist um 140 milljónir króna á árinu 2023.
Tekjur námu 1,4 milljörðum króna samanborið við 1,6 milljarða árið áður. Eigið fé nam 692 milljónum króna, en stjórn félagsins lagði til 300 milljóna króna arðgreiðslu til hluthafa vegna rekstrarársins.
Sigurgeir og Þorsteinn Harðarsynir eiga 38,37% hlut hvor um sig, en Þorsteinn er framkvæmdastjóri Frosta og skipstjóri Frosta ÞH 229. Hafdís og Kristín Helga Harðardætur eiga 11,63% hlut hvor.
Frosti ehf.
2022 |
---|
1.639 |
1.565 |
551 |
349 |