Rekstur Eignarhaldsfélagsins Hofs, sem var þar til í lok síðasta árs móðurfélag Ikea á Íslandi og í Eystrasaltslöndunum, hefur gengið mjög vel síðustu ár og engin breyting varð á því á síðasta rekstrarári.
Hagnaður tímabilsins nam 7,8 milljörðum króna og jókst um 1,1 milljarð frá fyrra rekstrarári eða um 16%. Samanlagður hagnaður rekstraráranna 2019- 2024 nemur 32 milljörðum.
Samstæðan velti hátt í 61 milljarði á síðasta rekstrarári, en rekstrarárið áður var veltan einum milljarði meiri. Veltan hefur nærri þrefaldast frá rekstrarárinu 2018 en samanlögð velta rekstraráranna 2019-2024 nemur hátt í 295 milljörðum króna.
Eigið fé félagsins nam tæplega 28 milljörðum í lok síðasta rekstrarárs, eignir námu 53 milljörðum og skuldir 25,4 milljörðum. Eignir flokkaðar til sölu voru bókfærðar á 39,4 milljarða en ætla má að söluverð þeirra hafi þó verið töluvert hærra.
Tveir milljarðar voru greiddir í arð til hluthafa á síðasta rekstrarári en lagt er til að sjö milljarðar verði greiddir út í arð vegna reksturs síðasta árs á yfirstandandi rekstrarári.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast fréttina í heild hér.