Þrjátíu og þriggja klukkustunda samningafundi SAS og flugmanna þess lauk kl. 17 á íslenskum tíma í Stokkholmi í dag.

Samningar munu halda áfram kl 9 í fyrramálið á sænskum tíma.

Roger Klokset sagði í samtali við Norska ríkisútvarpið að menn hefðu setið svo lengi vegna þess að þeir sáu til lands í samningaviðræðunum. Síðan hafi viðræður strandað á erfiðum atriðum og því ekki forsvaranlegt að halda þeim áfram í dag. Hann sagði að ríkur samningsvilji væri til staðar hjá báðum aðilum.

Danska viðskiptablaðið Börsen segir að helsta ágreiningsefnið sé nú lengd nýs samnings en flugmenn muni ekki geta farið í verkfall á gildistímanum. Blaðið segir að félagið vilji semja til átta ár en flugmenn aðeins til sex ára.