Umbreyting, fjárfestingafélag í stýringu hjá Alfa Framtaki, greiddi út meira en 3,5 milljarða króna til hluthafa í desembermánuði með lækkun hlutafjár félagsins. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins tvöfaldaði Umbreyting fjárfestingu sína og voru innri vextir hennar tæplega 30%.

Í lok nóvember var tilkynnt um að bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Vestar Capital Partners hefði keypt allan hlut Umbreytingar í Nox Health ásamt því að leggja Nox Health til nýtt hlutafé. Nox Health varð til við samruna íslenska sportafyrirtækisins Nox Medical og bandaríska hlutdeildarfélags þess FushionHealth.

Umbreyting fór með 31% hlut í Nox Medical í árslok 2021 sem bókfærður var á 3,76 milljarða króna og var stærsta einstaka eign sjóðsins. Alls námu bókfærðar eignir Umbreytingar 8,8 milljörðum króna í árslok 2021. Umbreyting er í eigu íslenskra lífeyrissjóða og einkafjárfesta.

Annars sjóður Alfa Framtaks, Umbreyting II, varð stærsti hluthafi í Origo í desember eftir að hafa keypt ríflega fjórðungshlut í félaginu og hefur boðað yfirtökutilboð í þá hluti sem eftir standa. Gunnar Páll Tryggvason er framkvæmdastjóri Alfa Framtaks.

Fréttin hefur verið leiðrétt.

Fréttin birtist í Viðskiptablaðinu sem kom út í 4. janúar.