Hái Klettur hagnaðist um 359 milljónir króna árið 2023, samanborið við 2 milljóna hagnað árið áður.
Áhrif hlutdeildarfélaga námu 356 milljónum og munar þar mestu um hagnað Gleðidags ehf., sem stofnað var í kringum kaup Háa Kletts og KS á Gleðipinnum en Samkeppniseftirlitið samþykkti kaupin í fyrra.
Eignir voru bókfærðar á 600 milljónir í lok árs og eigið fé nam 433 milljónum. Árni Pétur Jónsson, fyrrum forstjóri Skeljungs, er eigandi félagsins.