Sælgætisframleiðandinn Nói Siríus skilaði 61,8 milljónum króna í hagnað árið 2021, samanborið við 42,2 milljóna króna tap árið áður.

Heildarvelta félagsins nam 3,7 milljörðum og jókst um tæp 10% milli ára.

Í apríl á síðasta ári keypti norska fyrirtækið Orkla allt hlutafé í Nóa Siríusi en félagið átti fyrir 20% hlut.

Virði Nóa Siríusar var bókfært á 3 milljarða króna skv. ársskýrslu Orkla.

Við söluna tók Lasse Ruud Hansen við sem framkvæmdastjóri félagsins af Finni Geirssyni sem hafði gengt starfinu í 31 ár.

Félagið hafði verið í eigu fjölskyldu Geirs frá árinu 1924.

Fréttin birtist í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.

Sælgætisframleiðandinn Nói Siríus skilaði 61,8 milljónum króna í hagnað árið 2021, samanborið við 42,2 milljóna króna tap árið áður.

Heildarvelta félagsins nam 3,7 milljörðum og jókst um tæp 10% milli ára.

Í apríl á síðasta ári keypti norska fyrirtækið Orkla allt hlutafé í Nóa Siríusi en félagið átti fyrir 20% hlut.

Virði Nóa Siríusar var bókfært á 3 milljarða króna skv. ársskýrslu Orkla.

Við söluna tók Lasse Ruud Hansen við sem framkvæmdastjóri félagsins af Finni Geirssyni sem hafði gengt starfinu í 31 ár.

Félagið hafði verið í eigu fjölskyldu Geirs frá árinu 1924.

Fréttin birtist í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.