Forsvarsmenn Ennismore, sem rekur fjölda hótelkeðja um víða veröld, hafa ákveðið að fara í mikla uppbyggingu í Mið-Austurlöndum og Ameríku, aðallega Mexíkó og Karíbahafseyjum.

Í dag rekur Ennismore 17 hótelkeðjur, þar á meðal Mondrian, The Hoxton og Rixos. Alls á félagið 170 hótel með samtals 37 þúsund hótelherbergjum. Hyggst félagið bæta við hótelum með samtals 27 þúsund herbergjum á næstu árum.

Af nýju hótelunum verður langstærsti hlutinn í Mið-Austurlöndum og þá hyggst félagið fjölga hótelherbergjum í Ameríku um 61%. Forsvarsmenn Ennismore segja að Evrópumarkaður sé erfiður og þá sérstaklega skipulagsmálin en þrátt fyrir það hyggist félagið fjölga hótelherbergjum þar um nokkur þúsund.