Öryggismiðstöð Íslands hagnaðist um 380 milljónir króna árið 2022, sem er 149 milljónum króna minni hagnaður en árið 2021.

Öryggismiðstöð Íslands hagnaðist um 380 milljónir króna árið 2022, sem er 149 milljónum króna minni hagnaður en árið 2021.

Rekstrartekjur námu rúmlega 7,6 milljörðum og jukust 15% þrátt fyrir að stór verkefni á borð við sýnatökur vegna Covid-19 hafi hætt.

450 milljónir voru greiddar út í arð til hlutahafa árið 2022. Síðasta sumar keypti framtakssjóðurinn VEX I 45% hlut í félaginu.

Lykiltölur / Öryggismiðstöð Íslands

2022 2021
Tekjur 7.637  6.655
Eignir 2.436  2.587
Eigið fé 1.315  1.385
Afkoma 380  529
- í milljónum króna

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.