Næstum helmingur stuðningsmanna Samfylkingarinnar vilja ekki að Dagur B. Eggertsson leiði lista í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir þingkosningarnar, sem fara fram 30. nóvember.

Prósent gerði skoðanakönnun fyrir Þjóðmál dagana 18. - 25. október um vilja kjósenda til þess að Dagur tæki sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir komandi alþingiskosningar.

Spurningin hljóðaði svo: Hversu jákvæ(ð/ður/tt) eða neikvæ(ð/ður/tt) ert þú gagnvart því að Dagur B. Eggertsson væri í 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður eða suður fyrir næstu alþingiskosningar?

Svarið við þeirri spurningu er að 33% stuðningsmanna flokksins vilja að Dagur fái 1. sætið, 21% segjast hlutlaus en 46% eru því mótfallin.

Dagur B. Eggertsson í 1. sæti - meðal stuðningsmanna Samfylkingar.

>

Your browser does not support the canvas element. This canvas shows a chart with the title Dagur B. Eggertsson í 1. sæti - meðal stuðningsmanna Samfylkingar.

Einnig spurt um 1.-3. sætið

Einnig var spurt um um fyrsta til þriðja sæti á lista flokksins í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna.

Spurningin hljóðaði svo: Hversu jákvæ(ð/ður/tt) eða neikvæ(ð/ður/tt) ert þú gagnvart því að Dagur B. Eggertsson væri í 1., 2., eða 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður eða suður fyrir næstu alþingiskosningar?

Um 40% stuðningsmanna flokksins vilja að Dagur fái 1.-3. sætið, 21% segjast ekki hafa skoðun en 39% væru óánægð með það.

Það þýðir því í raun að 39% Samfylkingarfólks vill ekki að sjá Dag í þingsæti.

Dagur B. Eggertsson í 1.-3. sæti - meðal stuðningsmanna Samfylkingar.

>

Your browser does not support the canvas element. This canvas shows a chart with the title Dagur B. Eggertsson í 1.-3. sæti - meðal stuðningsmanna Samfylkingar.

Frá því að könnunin var gerð hefur Dagur B. Eggertsson tekið 2. sætið í Reykjavík norður.

Dagur nær ekki til stuðningsmanna annarra flokka

Ef skoðaðar eru niðurstöður allra sem tóku þátt í könnunni sést að Dagur sækir lítið fylgi utan flokksins

Aðeins 19% þeirra sem tóku þátt í könnunni væru ánægð með að Dagur fái 1.-3. sætið hjá Samfylkingunni í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna, 22% segjast ekki hafa skoðun á því en 59% eru ónánægð með það.

Dagur B. Eggertsson í 1.-3. sæti - meðal allra sem tóku þátt í könnuninni.

>

Your browser does not support the canvas element. This canvas shows a chart with the title Dagur B. Eggertsson í 1.-3. sæti - meðal allra sem tóku þátt í könnuninni.

Könnunin var gerð dagana 18. til 24. október. Um var að ræða netkönnun meðal könnunarhóps Prósents og voru svörin samtals 1.242.