Þegar rýnt er í tölfræði Samgöngustofu sést að 20.454 fólksbílar voru nýskráðir árið 2023, sem eru rúmlega 250 færri fólksbílar en árið áður. Þar af var helmingur bílanna rafknúinn.

Árið 2024 hefur farið afar rólega af stað þegar kemur að nýskráningum fólksbíla. Alls voru 8.595 fólksbílar nýskráðir á fyrstu átta mánuðum ársins. Til samanburðar voru 14.723 nýskráðir bílar á sama tímabili í fyrra, og hefur sala á fólksbílum því dregist saman um 40% á milli ára.

Fyrir rúmri viku síðan tilkynnti BL, næststærsta bílaumboð landsins í veltu, um forstjóraskipti. Erna Gísladóttir, eigandi BL, ásamt eiginmanni sínum, Jóni Þóri Gunnarssyni, hafa tekið á ný við starfi forstjóra.

Brynjar Elefsen Óskarsson hafði gegnt stöðunni frá byrjun árs 2024. Í tilkynningu frá félaginu segir að forstjóraskiptin komi til „vegna mjög krefjandi rekstrarumhverfis í bílgreininni, sem einkennist af háum stýrivöxtum og miklum samdrætti í einkaneyslu“

Þegar rýnt er í tölfræði Samgöngustofu sést að 20.454 fólksbílar voru nýskráðir árið 2023, sem eru rúmlega 250 færri fólksbílar en árið áður. Þar af var helmingur bílanna rafknúinn.

Árið 2024 hefur farið afar rólega af stað þegar kemur að nýskráningum fólksbíla. Alls voru 8.595 fólksbílar nýskráðir á fyrstu átta mánuðum ársins. Til samanburðar voru 14.723 nýskráðir bílar á sama tímabili í fyrra, og hefur sala á fólksbílum því dregist saman um 40% á milli ára.

Fyrir rúmri viku síðan tilkynnti BL, næststærsta bílaumboð landsins í veltu, um forstjóraskipti. Erna Gísladóttir, eigandi BL, ásamt eiginmanni sínum, Jóni Þóri Gunnarssyni, hafa tekið á ný við starfi forstjóra.

Brynjar Elefsen Óskarsson hafði gegnt stöðunni frá byrjun árs 2024. Í tilkynningu frá félaginu segir að forstjóraskiptin komi til „vegna mjög krefjandi rekstrarumhverfis í bílgreininni, sem einkennist af háum stýrivöxtum og miklum samdrætti í einkaneyslu“

Þá segir í skýrslu stjórnar Brimborgar að líkur séu á að fyrri hluti ársins verði erfiður í ljósi verðbólgu, hárra vaxta og breytinga á ívilnunum rafbíla, en frá og með janúar á þessu ári hafa rafbílar borið fullan virðisaukaskatt.

Í skýrslu stjórnar Heklu bílaumboðs er slegið á svipaða strengi. Þar segir að stýrivextir og þrálát verðbólga muni líklega áfram hafa áhrif á kaupgetu og vilja einstaklinga á nýjum bifreiðum.

Úr rafmagni í dísel

Stjórnvöld hafa á undanförnum árum veitt hvata til kaupa á rafbílum og tengiltvinnbílum með lækkun virðisaukaskatts á slík ökutæki. Þetta fyrirkomulag hefur hins vegar verið að breytast á undanförnum misserum, en virðisaukaskattur lagðist að fullu á tengiltvinnbíla á fyrri hluta árs 2022 og að hluta til á rafbíla um áramótin 2022/23. Frá og með janúar 2024 hafa rafbílar borið fullan virðisaukaskatt, en á móti geta kaupendur á bifreiðum undir 10 miljónum sótt um styrk að hámarki 900 þúsund.

Líklega hefur þessi breyting haft áhrif á kauphegðun neytenda. Samkvæmt tölfræði Samgöngustofu er Dacia Duster mest seldi fólksbíllinn það sem af er ári og algengasti orkugjafi nýskráðra bíla á árinu er dísel. Til samanburðar var rafmagn algengasti orkugjafi nýskráðra bíla á árunum 2022-2023.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í vikunni.