Jöklaborg ehf., félag Jóhanns Arnar Þórarinssonar, fyrrverandi forstjóra og eiganda FoodCo og Gleðipinna, hagnaðist um 411 milljón króna á rekstrarárinu 2023 samanborið við 62 milljónir árið áður.
Áhrif vaxtatekna voru jákvæð um 92 milljónir króna árið 2023, samanborið við 56 milljónir árið áður. Söluhagnaður hlutabréfa nam 346 milljónum króna en var ein milljón árið áður.
Ætla má að stærsti hluti þeirrar upphæðar sé vegna sölu á 16,8% eignarhlut í Gleðipinnum. Kaup Kaupfélags Skagfirðinga og Háa kletts á Gleðipinnum gengu í gegn á árinu 2023.
Jöklaborg ehf
2022 |
---|
56 |
1 |
1.171 |
62 |