Skiptum á þrotabúi Baugs Group hf. er loks lokið en þau tóku rúmlega tíu ár. Lýstar kröfur í búið námu rétt tæplega 424 milljörðum króna. Fyrir þá sem hafa unun af því að vera nákvæmir þá námu lýstar kröfur 423.954.314.112 krónum.
Tilkynnt er um skiptalokin í Lögbirtingablaðinu í dag en skiptum lauk formlega 29. maí síðastliðinn. Í tilkynningunni er tekið fram að forgangskröfur hafi fengist greiddar að fullu en upphæð þeirra er ekki nánar tilgreind. Þá er tekið fram að rétt rúmir 6,7 milljarðar hafi fengist upp í almennar kröfur eða sem samsvarar rétt rúmum 2,7%.
Lokaskiptafundur hafði áður verið boðaður 10. apríl en honum var frestað skyndilega eftir fund á óvæntum fjármunum sem tilheyrðu búinu. Um óverulega fjárhæð var að ræða, nokkra tugi milljóna, samanborið við stærð búsins. Félagið var tekið til skipta í mars 2009 og tóku skiptin því tíu ár og tæpum þremur mánuðum betur.
Um eitt stærsta þrotabú Íslandssögunnar er að ræða ef frá eru talin þrotabú föllnu bankanna. Heimildir Viðskiptablaðsins herma að af 424 milljarða kröfum hafi um 240 milljarðar fengist samþykktar.
Skiptum á þrotabúi Baugs Group hf. er loks lokið en þau tóku rúmlega tíu ár. Lýstar kröfur í búið námu rétt tæplega 424 milljörðum króna. Fyrir þá sem hafa unun af því að vera nákvæmir þá námu lýstar kröfur 423.954.314.112 krónum.
Tilkynnt er um skiptalokin í Lögbirtingablaðinu í dag en skiptum lauk formlega 29. maí síðastliðinn. Í tilkynningunni er tekið fram að forgangskröfur hafi fengist greiddar að fullu en upphæð þeirra er ekki nánar tilgreind. Þá er tekið fram að rétt rúmir 6,7 milljarðar hafi fengist upp í almennar kröfur eða sem samsvarar rétt rúmum 2,7%.
Lokaskiptafundur hafði áður verið boðaður 10. apríl en honum var frestað skyndilega eftir fund á óvæntum fjármunum sem tilheyrðu búinu. Um óverulega fjárhæð var að ræða, nokkra tugi milljóna, samanborið við stærð búsins. Félagið var tekið til skipta í mars 2009 og tóku skiptin því tíu ár og tæpum þremur mánuðum betur.
Um eitt stærsta þrotabú Íslandssögunnar er að ræða ef frá eru talin þrotabú föllnu bankanna. Heimildir Viðskiptablaðsins herma að af 424 milljarða kröfum hafi um 240 milljarðar fengist samþykktar.