Mjölnir MMA ehf., félag utan um rekstur Mjölnis bardagaíþróttafélags, tapaði 43 milljónum króna árið 2023 samanborið við 25 milljóna tap árið 2022. Eigið fé félagsins var neikvætt um 92 milljónir króna í árslok 2023.

Tekjur Mjölnis drógust saman um 10,7% milli ára og námu um 175 milljónum króna í fyrra. Í skýrslu stjórnar í ársreikningi félagsins er tekjusamdrátturinn rakinn til fækkunar á meðlimum og aukinnar samkeppni.

Mjölnir MMA ehf., félag utan um rekstur Mjölnis bardagaíþróttafélags, tapaði 43 milljónum króna árið 2023 samanborið við 25 milljóna tap árið 2022. Eigið fé félagsins var neikvætt um 92 milljónir króna í árslok 2023.

Tekjur Mjölnis drógust saman um 10,7% milli ára og námu um 175 milljónum króna í fyrra. Í skýrslu stjórnar í ársreikningi félagsins er tekjusamdrátturinn rakinn til fækkunar á meðlimum og aukinnar samkeppni.

Aukið lánsfé frá félagi Róberts Wessman

Eignir Mjölnis voru bókfærðar á 36 milljónir í árslok 2023 og skuldir félagsins námu 128 milljónum.

Skuldir við tengda aðila námu 117 milljónum um síðustu áramót samanborið við 77 milljónir árið áður. Stjórn félagsins segir að skuldir við tengda aðila verði ekki gjaldfelldar og telst félagið því rekstrarhæft.

Undir skuldir við tengda aðila flokkast 68,5 milljóna króna skuld við Flóka Invest, fjárfestingarfélag Róberts Wessman, forstjóra og stofnanda Alvotech. Mjölnir fékk 39 milljónir króna lán frá Flóka Invest í fyrra.

Stærsti hluthafi Mjölnis MMA er Öskjuhlíð ehf. með 31,4% hlut. Flóki Invest á 22,8% hlut í Öskjuhlíð.

Aðrir hluthafar félagsins eru Öskjuhlíð GP ehf. með 16,14%, Akkelis ehf. með 15,52%, Jón Viðar Arnþórsson með 14,71%, Gunnar Lúðvík Nelson með 14,71%, Haraldur Dean Nelson með 3,74%, Bjarni Baldursson með 1,88% og Árni Þór Jónsson með 1,88%.