Fasteignaþróunarfélagið Spilda hagnaðist um 437 milljónir króna á árinu 2023. Til samanburðar hagnaðist félagið um hálfan milljarð króna árið áður og um 459 milljónir árið 2021.

Félagið stýrir m.a. 700 íbúða verkefni við Eiðsvík í Gufunesi. Eigið fé í árslok nam 1,9 milljörðum króna.

Stjórn félagsins lagði til 400 milljóna króna arðgreiðslu til hluthafa á árinu 2024. Anna Sigríður Arnardóttir er framkvæmdastjóri félagsins og Gísli Reynisson stjórnarformaður. Þau eiga sitt hvorn 25% hlutinn í félaginu. Félagið er í 50% eigu Arctica Eignarhaldsfélags.

Fasteignaþróunarfélagið Spilda

2023 2022
Áhrif dótturfélaga 447 512
Eignir 2.467 1.757
Eigið fé 1.908 1.472
Hagnaður 437 500
Lykiltölur í milljónum króna.