Samtals var 441 starfsmanni sagt upp í sex hópuppsögnum sem bárust Vinnumálastofnun í maí. Greint er frá þessu í tilkynningu á vef stofnunarinnar.

Um er að ræða störf í smásölu, opinberri stjórnsýslu, farþegaflutningum og fiskvinnslu. Uppsagnirnar koma flestar til framkvæmda á tímabilinu júlí til október 2024.

Samtals var 441 starfsmanni sagt upp í sex hópuppsögnum sem bárust Vinnumálastofnun í maí. Greint er frá þessu í tilkynningu á vef stofnunarinnar.

Um er að ræða störf í smásölu, opinberri stjórnsýslu, farþegaflutningum og fiskvinnslu. Uppsagnirnar koma flestar til framkvæmda á tímabilinu júlí til október 2024.

Grindavíkurbær tilkynnti í byrjun maímánaðar að segja upp allt að 150 manns til að draga úr kostnaði og laga starfsmannahald að nýjum veruleika. Í lok síðasta mánaðar tilkynnti Icelandair um að flugfélagið hefði sagt upp 82 starfsmönnum.

Þá var öllum 25 fiskvinnslustarfsmönnum Ísfélagsins sagt upp þar sem félagið ákvað að loka bolfiskvinnsla félagsins í Þorlákshöfn.