Nuno Alexandre Bentim Servo og Bento Costa Guerreiro eru einhverjir stórtækustu veitingamenn bæjarins en þeir eru stærstu eigendur sex þekktra veitingastaða í miðbæ Reykjavíkur. Umræddir veitingastaðir eru Apotek restaurant, Sushi Social, Tapas barinn, Fjallkonan, Sæta svínið og Tres locos. Staðirnir sex veltu alls 4,1 milljarði árið 2023 en til samanburðar nam heildarvelta þeirra tæplega 4 milljörðum árið 2022. Samanlagður hagnaður staðanna nam svo 75 milljónum árið 2023 og lækkaði um 40 milljónir frá fyrra ári.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði