Hagnaður sjávarútvegsfyrirtækisins G. Run í Grundarfirði nam 169 milljónum króna í fyrra og breyttist lítið milli ára. Rekstrartekjur námu tæpum 2,6 milljörðum og jukust um 17% milli ára.
Í byrjun árs keypti félagið fiskiskipið Guðmund SH-235, veiðarfæri og aflaheimildir fyrir 460 milljónir króna. Afhending, greiðsla og afsal fór fram í janúar 2025 og fyrsta löndun skipsins var 15. janúar 2025.
Lykiltölur / Guðmundur Runólfsson hf.
2023 | |||||||
2.212 | |||||||
2.151 | |||||||
5.837 | |||||||
170 |
Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.