Sjóðurinn MF1 slhf., í eigu lífeyrissjóða og fagfjárfesta, breytti 50 milljóna króna láni til Opinna kerfa frá því í september í hlutafé í félaginu skömmu fyrir áramót. MF1 eignaðist meirihluta í Opnum kerfum síðasta sumar í kjölfar 430 milljóna króna hlutafjáraukningar.

Ragnheiður Harðar Harðardóttir tók við sem forstjóri félagsins í mars 2019.

Opin kerfi voru rekin með 213 milljóna króna tapi árið 2018.

Fjallað er um málið í Viðskiptablaðinu.