Flugfélagið Play skilaði 45,5 milljóna dala tapi á síðasta ári, eða sem nemur um 6,5 milljörðum króna miðað við gengi krónunnar gagnvart Bandaríkjadal í lok síðasta árs. Tæplega 790 þúsund farþega flugu með félaginu í fyrra og nemur tap félagsins af hverjum farþega því 8.190 krónum. Þegar horft er til síðari hluta ársins má sjá að tap félagsins á hvern farþega nam 5.140 krónum.

Í nóvember tilkynnti Play um 1,3 milljóna dala rekstrarhagnað á þriðja ársfjórðungi í fyrra, en varaði við því að áætlanir um rekstrarhagnað á síðustu sex mánuðum ársins myndu ekki standast. Á sama tíma var tilkynnt um 2,3 milljarða króna hlutafjáraukningu. Rekstrartap á seinni hluta árs nam svo rúmlega tveimur milljörðum króna.

Til að skila hagnaði á síðari hluta síðasta árs hefði Play þurft að skila 20% hærri tekjum, miðað við óbreyttan kostnað. Þá hefði félagið þurft 16,7% hærri tekjur til að skila rekstrarhagnaði, eins og upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinusem kemur út í fyrramálið.