Styrkás, móðurfélag Skeljungs, Kletts og Stólpa, tapaði 53 milljónum króna í fyrra sem var fyrsta rekstrarár samstæðunnar.
Tekjur námu 21,5 milljörðum. Rekstrarhagnaður nam 426 milljónum en fjármagnsgjöld upp á 559 milljónir drógu niður afkomuna.
Skel fjárfestingafélag er stærsti hluthafi félagsins með rúmlega 69% hlut en Horn IV, framtakssjóður í rekstri Landsbréfa, á tæplega 30% hlut.
Lykiltölur / Styrkás
2023 | ||||||||
21.548 | ||||||||
25.276 | ||||||||
11.676 | ||||||||
-53 |
Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.