Tugir samninga á opinbera vinnumarkaðnum losna í lok næsta mánaðar. Samkvæmt yfirliti á vefsíðu Ríkissáttasemjara losna alls 63 samningar þann 31. mars og ná þeir til um 55 þúsund opinberra starfsmanna.

Á meðal þeirra eru samningar um 10 þúsund kennara, ríflega 3 þúsund hjúkrunarfræðinga og um þúsund lækna. Fjölmennasti hópurinn er samt í BSRB. Kjarasamningar aðildarfélaga sambandsins sem losna í lok mars ná til um 20.500 félagsmanna. Hjá aðildarfélögum BHM losna samningar um 12 þúsund félagsmanna.

Kjaraviðræður er skammt á veg komnar hjá flestum opinberu stéttarfélaganna enda beðið eftir vendingum á almenna launamarkaðnum. Á þessu er þó ein undantekning. Samningum Félags flugmálastarfsmanna ríkisins (FFR), sem er eitt af aðildarfélögum BSRB, hefur þegar verið vísað til ríkissáttasemjara en það var gert í síðasta mánuði. Langflestir starfsmanna FFR starfa hjá ISAVIA.

Frá árinu 2014 hafa laun á opinbera vinnumarkaðnum hækkað umfram laun á þeim almenna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast fréttaskýringuna hér.