Hagnaður fisksölufélagsins ASI ehf. meira en þrefaldaðist á milli ára og nam um 584 milljónum króna í fyrra. Velta félagsins í krónum jókst um 5,6% og nam tæplega 13,1 milljörðum króna.
Eigið fé ASI nam 17,7 milljónum dala í árslok 2022 eða um 2,5 milljörðum króna. Eignir félagsins voru bókfærðar á 2,5 milljarða króna.
ASI hyggst greiðs út 4 milljónir dala í arð eða tæplega 550 milljónum króna á núverandi gengi. Ólafur Ólafsson á 66,7% hlut í ASI samkvæmt fyrirtækjaskrá Skattsins.
Lykiltölur / ASI
2021 |
11.631 |
2.331 |
1.582 |
167 |
Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu sem kom út á miðvikudaginn.