Viðskiptablaðið hefur tekið saman sektir sem Skatturinn (RSK) og Fjármálaeftirlitið (FME) hafa lagt á tilkynningarskylda aðila, vegna ónægs eftirlits vegna laga um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Sektirnar námu samtals 61 milljónum króna á síðasta ári. Lögin sem um ræðir eru nr. 140/2018 og eru markmið þeirra að koma í veg fyrir peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Lögin skylda fyrirtæki sem stunda starfsemi er kann að verða notuð til peningaþvættis eða fjármögnunar hryðjuverka til að þekkja deili á viðskiptamönnum sínum og stafsemi þeirra.

Flestar sektirnar á síðasta ári voru lagðar af RSK á tilkynningarskylda aðila á borð við fasteigna- og bílasölur og lögmanns- og bókhaldsstofur, og námu sektargreiðslurnar samtals 14 milljónum króna. Sektirnar snúa flestar að því að félögin könnuðu ekki nægilega vel viðskiptavini sína með tillit til þess hvort þau sæta alþjóðlegum þvingunaraðgerðum eða hafi stjórnmálaleg tengsl. Þá var áhættumat, áreiðanleikakannanir og mat á raunverulegum eigendum ábótavant í mörgum tilvikum.

Sektir FME voru færri en stærri í samanburði við RSK. Stærsta sektarfjárhæðin var 44,3 milljóna sekt FME á hendur SaltPay. Gjaldeyrisskiptastöðin FX Iceland gerði sömuleiðis sátt við FME í ágúst og greiddi 2,7 milljón króna sekt.

Sektir á árinu 2022

Stjórnvald Aðili Sektarfjárhæð
FME SaltPay 44.300.000 kr
RSK Brimborg ehf. 4.250.000 kr
FME FX Iceland ehf. 2.700.000 kr
RSK Bílabúð Benna 2.250.000 kr
RSK Ónefnd fasteignasala 1.750.000 kr
RSK SB Bókhald slf. 1.500.000 kr
RSK Sentor ehf. (Remax) 1.500.000 kr
RSK Ónefndur aðili 1.000.000 kr
RSK Nóta ehf. 750.000 kr
RSK Fasteignasalan Árborgir 500.000 kr
RSK Fold uppboðshús ehf. 250.000 kr
RSK Lögmannsstofan Heimaland ehf. 250.000 kr
Samtals 61 milljónir króna

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins sem kom út í morgun