Landbúnaður í Brasilíu hefur vaxið hratt, um 240 milljónir nautgripa eru í landinu og er Brasilía í dag stærsti útflytjandi nautakjöts í heiminum. Það hefur þó kallað á aukna losun gróðurhúsalofttegunda en um 86% losunar landsins eru tilkomin vegna matvælaframleiðslu.

Landbúnaður í Brasilíu hefur vaxið hratt, um 240 milljónir nautgripa eru í landinu og er Brasilía í dag stærsti útflytjandi nautakjöts í heiminum. Það hefur þó kallað á aukna losun gróðurhúsalofttegunda en um 86% losunar landsins eru tilkomin vegna matvælaframleiðslu.

Einn af þremur eigendum brasilísku kýrinnar Viatina-19 bindur þó vonir við að hún muni auka matvælaöryggi í heiminum og hjálpa í baráttunni við loftslagsvána.

Viatina-19 er dýrasta kýr heims samkvæmt heimsmetabók Guinness en hún er í dag metin á um fjórar milljónir dala, eða sem nemur um 600 milljónum króna. Samkvæmt frétt AP seljast eggjafrumur hennar á um 250 þúsund dali en Viatina-19 er gædd þeim eiginleikum að bæta hratt á sig vöðvum og er vonast til að hún erfi afkvæmi sín þeim eiginleikum.