Ætla má að bræðurnir Sigurður Gísli og Jón Pálmasynir, eigendur Ikea á Íslandi, fái tugi milljarða króna í sinn hlut við sölu á rekstri Ikea í Eystrasaltsríkjunum, miðað við afkomuna af rekstrinum undanfarin ár. Um leið má ætla að um sé að ræða eina stærstu sölu á erlendu fyrirtæki í eigu Íslendinga á síðustu árum en fjárfestirinn Björgólfur Thor Björgólfsson hefur verið hvað atkvæðamestur á því sviði.

Ætla má að bræðurnir Sigurður Gísli og Jón Pálmasynir, eigendur Ikea á Íslandi, fái tugi milljarða króna í sinn hlut við sölu á rekstri Ikea í Eystrasaltsríkjunum, miðað við afkomuna af rekstrinum undanfarin ár. Um leið má ætla að um sé að ræða eina stærstu sölu á erlendu fyrirtæki í eigu Íslendinga á síðustu árum en fjárfestirinn Björgólfur Thor Björgólfsson hefur verið hvað atkvæðamestur á því sviði.

Eins og greint var frá á dögunum hafa bræðurnir samþykkt að selja rekstur Ikea í Eistlandi, Lettlandi og Litháen til Inter Ikea Group en þeir munu áfram eiga og reka Ikea á Íslandi. Reiknað er með að viðskiptin verði frágengin fyrir árslok að gefnu samþykki eftirlitsaðila.

Fram kom í tilkynningu Inter Ikea Group að 1.450 manns starfi fyrir Ikea á Eystrasaltslöndunum. Viðskiptavinir Ikea verslananna á Eystrasaltinu voru 6,6 milljónir árið 2023. Inter Ikea Group tilheyrir Inter Ikea Holding samstæðunni sem á m.a. Inter Ikea Systems, eiganda hugverka og vörumerkisins Ikea.

Í tilkynningunni kom jafnframt fram að kaupandinn sé fyrir með rekstur í Eystrasaltslöndunum sem felst m.a. í vörustjórnun og framleiðslu. Auk þess eigi kaupandinn Ikea verslun í Delft í Hollandi.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast greinina í heild sinni hér og efni blaðsins hér.