Breska versl­un­in Harrods hefur hafið sölu á fatnaði frá ís­lenska fatafram­leiðand­an­um 66°Norður en Harrods er ein stærsta og vinsælasta deildarverslun í heiminum.

Verslunin er staðsett í Knightsbridge-hverfinu í London og er um 90.000 fermetrar að stærð.

Fatnaður frá ís­lenska fatafram­leiðand­an­um 66°Norður í Harrods í Knightsbridge hverfinu í London.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

„Það er virkilega ánægjulegt að verslun líkt og Harrods sem er fremst í sinni röð í heiminum hafi bæst í hóp verslana sem selja vörurnar okkar og erum við stolt af því að íslensk hönnun sé að fá aukna viðurkenningu á alþjóðarvísu,“ segir Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°Norður.“

Sögu Harrods má rekja til ársins 1849 og býr Harrods því yfir aldalangri reynslu. Verslunin er á sjö hæðum með 330 deildir sem selja lífstíls- og lúxusvörur. Áætlað er að um 15 milljónir viðskiptavina heimsæki verslunina á hverju ári.