Launapakki Elon Musk við Tesla upp á 55,8 milljarða dala, jafnvirði 7.630 milljarða króna, hefur verið ógildur af dómara í Delaware í Bandaríkjunum. Tesla er líkt og fjölmörg hlutafélög skráð í ríkinu. Þetta kemur fram á vef Wall Street Journal.

Dómarinn Kathaleen McCormick úrskurðaði að hin himinhá þóknun hafi verið samþykkt með óviðeigandi hætti í stjórn rafbílaframleiðandans og hafi verið ósanngjörn gagnvart hluthöfum fyrirtækisins.

Launapakki Elon Musk við Tesla upp á 55,8 milljarða dala, jafnvirði 7.630 milljarða króna, hefur verið ógildur af dómara í Delaware í Bandaríkjunum. Tesla er líkt og fjölmörg hlutafélög skráð í ríkinu. Þetta kemur fram á vef Wall Street Journal.

Dómarinn Kathaleen McCormick úrskurðaði að hin himinhá þóknun hafi verið samþykkt með óviðeigandi hætti í stjórn rafbílaframleiðandans og hafi verið ósanngjörn gagnvart hluthöfum fyrirtækisins.

McCormick sagði að Musk hefði óeðleg áhrif á stjórn Tesla þó hann ætti aðeins 22% hlut í félaginu og stjórnin hafi ekki getað sýnt fram á að hlutirnir sem Musk fékk í laun hefðu verið veittir á sanngjörnu verði og í sanngjörnu ferli.

„Musk var hinn hugmyndafræðilegi „stórstjörnu-forstjóri“ . . . og drottnaði yfir ferlinu sem leiddi til samþykkis stjórnar á launapakka hans,“ segir í úrskurði dómarans.

Ef úrskurðurinn verður staðfestur og starfskjaraáætlun Musk verður felld niður mun hann tapa kaupréttum á yfir 303 milljónum hlutabréfa í Tesla, tæplega 10% hlut í fyrirtækinu. Þá myndi hlutur hans vera nær 13% - í stað 22% hlutar og langt undir markmiði hans um 25 % eignarhlut.

Þetta gæti orðið til þess að Musk missi sæti sitt sem ríkasti maður í heimi. Viðskiptatímaritið Forbes mat eigur Musk á 251 milljarð dala í byrjun þessa árs.

Næstur á eftir kemur Frakkinn Bernard Arnault, stærsti eigandi LVMH, en eignir hans eru metnar á 201 milljarð dala, samkvæmt viðskiptatímaritinu.