Ræstingar- og fasteignaumsjónarfyrirtækið Dagar hagnaðist um 182 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 234 milljóna króna hagnað árið áður.

Félagið hefur skilað samanlögðum hagnaði upp á 761 milljón króna á síðustu fimm rekstrarárum. Tekjur jukust um tæpar 400 milljónir króna á milli ára og námu 7 milljörðum króna.

Laun og launatengd gjöld námu 5,8 milljörðum króna og jukust um 7,4% milli ára. Eigið fé nam 738 milljónum króna í árslok samanborið við 957 milljónir árið áður.

Stærstu hluthafar Daga í árslok voru Einar Sveinsson og fjölskylda Benedikts Sveinssonar, heitins.

Pálmar Óli Magnússon er forstjóri Daga.

Dagar

2024 2023
Rekstrartekjur 7.010 6.625
Eignir 2.706 2.636
Eigið fé 738 957
Hagnaður 182 234
Lykiltölur í milljónum króna.