Ræstingar- og fasteignaumsjónarfyrirtækið Dagar hagnaðist um 182 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 234 milljóna króna hagnað árið áður.
Félagið hefur skilað samanlögðum hagnaði upp á 761 milljón króna á síðustu fimm rekstrarárum. Tekjur jukust um tæpar 400 milljónir króna á milli ára og námu 7 milljörðum króna.
Laun og launatengd gjöld námu 5,8 milljörðum króna og jukust um 7,4% milli ára. Eigið fé nam 738 milljónum króna í árslok samanborið við 957 milljónir árið áður.
Stærstu hluthafar Daga í árslok voru Einar Sveinsson og fjölskylda Benedikts Sveinssonar, heitins.
Pálmar Óli Magnússon er forstjóri Daga.
Dagar
2023 |
---|
6.625 |
2.636 |
957 |
234 |