Samanlögð fjárfestingargeta íslenskra vísi- og framtakssjóða er 70 milljarðar króna, en undanfarin ár hafa verið miklar hreyfingar á þessum mörkuðum. Að auki hafa íslenskir einkafjárfestar einnig verið öflugir þegar kemur að fjárfestingum í nýsköpun, en einnig í rótgrónari fyrirtækjum.

Fjárfestingargeta íslenskra framtakssjóða nemur um það bil 39 milljörðum króna, en fjöldi slíkra sjóða hefur verið settur á laggirnar tiltölulega nýlega. Framtakssjóðir eru ólíkir vísisjóðum að því leytinu til að þeir fjárfesta yfirleitt í stærri og stöndugri óskráðum fyrirtækjum sem eiga að baki rekstrarsögu. Framtakssjóðirnir kaupa gjarnan ráðandi eignarhlut og stýra fyrirtækinu á meðan vísisjóðir eru yfirleitt minni hluthafar.

Ýmsar ástæður eru fyrir vaxandi vinsældum framtakssjóða hér á landi, en slíkir sjóðir hafa verið til erlendis áratugum saman en náðu tæplega almennilegri fótfestu á Íslandi fyrr en í kjölfar bankahrunsins. Í ljósi þess hve fá félög voru skráð á markað á Íslandi skapaðist stærra fjárfestingamengi fyrir slíka sjóði.

Undanfarin ár hefur mikil virkni verið á óskráðum markaði og framtakssjóðir hafa átt margar sterkar eignir sem sóst hefur verið eftir. Ýmsar ástæður eru fyrir vaxandi vinsældum framtakssjóða hér á landi, en slíkir sjóðir hafa verið til erlendis áratugum saman en náðu tæplega almennilegri fótfestu á Íslandi fyrr en í kjölfar bankahrunsins. Í ljósi þess hve fá félög voru skráð á markað á Íslandi skapaðist stærra fjárfestingamengi fyrir slíka sjóði. Ætlast er til að framtaksfjárfestingar skili hærri ávöxtun en fjárfestingar í skráðum hlutabréfum í ljósi þess að þær eru áhættumeiri og fjármunir eru læstir inni í talsvert lengri tíma þar sem ekki er hægt að selja hlutina á markaði.

Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins, sem kom út 4. janúar.