Breytingar á hreinum vaxtaberandi skuldum A-hluta Reykjavíkurborgar, á fyrstu sex mánuðum ársins 2022, má að mestu rekja til lántöku tímabilsins og verðbóta af lánum. Um 70% útgefinna skuldabréfa borgarinnar eru verðtryggð og hefur hlutfallið hækkað á árinu vegna markaðsaðstæðna.
Á árinu hafa öll skuldabréfaútboð borgarinnar verið í verðtryggðu flokkunum, að einu litlu útboði, í skuldabréfaflokknum RVKN 35 1, undanskildu. 304 milljónir höfðu verið gefnar út í þeim flokki í lok júní en flokkurinn var stofnaður árið 2015 til að draga úr verðbólguáhættu og vægi verðtryggðra skulda A-hluta borgarinnar. Í lok júní var búið að taka lán með áföllnum vöxtum fyrir 8,6 milljarða króna, en lántökuáætlun ársins hljóðar upp á 25 milljarða.
Í skýrslu Fjármála- og áhættustýringarsviðs borgarinnar kemur fram að vísitala neysluverðs hafi hækkað um 6% á fyrstu 6 mánuðum ársins á meðan fjárhagsáætlun hafi gert ráð fyrir 1,65% hækkun.
Í skýrslunni kemur einnig fram að kostnaður vegna aukinnar verðbólgu hafi verið áætlaður 580 milljónir króna fyrir hvert prósentustig umfram áætlaða verðbólgu í fjárhagsáætlun. Því má ætla að kostnaður borgarinnar vegna þessara 4,35% hækkunar á vísitölu neysluverðs, umfram áætlun, sé um tveir og hálfur milljarður króna.
Í samþykktri fjármálaáætlun borgarinnar fyrir árið 2022 er áætlað að fjármagnsliðir verði jákvæðir um 191 milljón króna á árinu. Í lok júní voru fjármagnsgjöld borgarinnar tæpir 5,3 milljarðar króna, en fjármunatekjur einungis um 953 milljónir króna.
Þetta mikla misræmi á milli áætlunarinnar fyrir árið í heild og stöðunnar um mitt ár útskýrist helst af arðgreiðslu frá Orkuveitu Reykjavíkur sem var greidd í ágúst síðastliðnum. Reykjavíkurborg á 93,5% hlut í félaginu sem greiddi 4 milljarða króna í arð til hluthafa.
Fréttin birtist í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins, sem kom út 8. september.
Breytingar á hreinum vaxtaberandi skuldum A-hluta Reykjavíkurborgar, á fyrstu sex mánuðum ársins 2022, má að mestu rekja til lántöku tímabilsins og verðbóta af lánum. Um 70% útgefinna skuldabréfa borgarinnar eru verðtryggð og hefur hlutfallið hækkað á árinu vegna markaðsaðstæðna.
Á árinu hafa öll skuldabréfaútboð borgarinnar verið í verðtryggðu flokkunum, að einu litlu útboði, í skuldabréfaflokknum RVKN 35 1, undanskildu. 304 milljónir höfðu verið gefnar út í þeim flokki í lok júní en flokkurinn var stofnaður árið 2015 til að draga úr verðbólguáhættu og vægi verðtryggðra skulda A-hluta borgarinnar. Í lok júní var búið að taka lán með áföllnum vöxtum fyrir 8,6 milljarða króna, en lántökuáætlun ársins hljóðar upp á 25 milljarða.
Í skýrslu Fjármála- og áhættustýringarsviðs borgarinnar kemur fram að vísitala neysluverðs hafi hækkað um 6% á fyrstu 6 mánuðum ársins á meðan fjárhagsáætlun hafi gert ráð fyrir 1,65% hækkun.
Í skýrslunni kemur einnig fram að kostnaður vegna aukinnar verðbólgu hafi verið áætlaður 580 milljónir króna fyrir hvert prósentustig umfram áætlaða verðbólgu í fjárhagsáætlun. Því má ætla að kostnaður borgarinnar vegna þessara 4,35% hækkunar á vísitölu neysluverðs, umfram áætlun, sé um tveir og hálfur milljarður króna.
Í samþykktri fjármálaáætlun borgarinnar fyrir árið 2022 er áætlað að fjármagnsliðir verði jákvæðir um 191 milljón króna á árinu. Í lok júní voru fjármagnsgjöld borgarinnar tæpir 5,3 milljarðar króna, en fjármunatekjur einungis um 953 milljónir króna.
Þetta mikla misræmi á milli áætlunarinnar fyrir árið í heild og stöðunnar um mitt ár útskýrist helst af arðgreiðslu frá Orkuveitu Reykjavíkur sem var greidd í ágúst síðastliðnum. Reykjavíkurborg á 93,5% hlut í félaginu sem greiddi 4 milljarða króna í arð til hluthafa.
Fréttin birtist í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins, sem kom út 8. september.