Samstæða Háskólans í Reykjavík tapaði 733 milljónum króna árið 2023, samanborið við 342 milljóna tap árið áður.

Samstæða Háskólans í Reykjavík tapaði 733 milljónum króna árið 2023, samanborið við 342 milljóna tap árið áður.

Tekjur drógust lítillega saman milli ára og námu 8,7 milljörðum en þar af voru skólagjöld 2,7 milljarðar. Laun og launatengd gjöld jukust um 400 milljónir og námu 5,8 milljörðum í fyrra. Eignir voru bókfærðar á 24,7 milljarða í árslok og eigið fé nam 8 milljörðum.

Í skýrslu stjórnar er bent á að árið 2024 verði HR eini háskóli landsins sem innheimti skólagjöld og horfa þurfi sérstaklega til þessa í rekstri skólans á næstu árum.