Securitas hagnaðist um 332 milljónir króna á síðasta rekstrarári samanborið við 430 milljóna hagnað árið 2023.

Rekstrartekjur námu 7,5 milljörðum króna og hækkuðu um 850 milljónir milli ára.

Framtakssjóðurinn Edda slhf, sem er í rekstri Kviku eignastýringar, fékk 2.613 milljónir króna við sölu á 40% hlut í Securitas til Vara eignarhaldsfélags. Securitas var því metið á um 6,5 milljarða króna í viðskiptunum.

Vari á allt hlutafé í Securitas í dag að frátöldum eigin bréfum félagsins. Jóhann Gunnar Jóhannsson er forstjóri Securitas.

Securitas

2024 2023
Rekstrartekjur 7.497 6.647
Eignir 4.198 3.814
Eigið fé 1.121 2.262
Hagnaður 332 430
Lykiltölur í milljónum króna.