Hugbúnaðarfyrirtækið Men & Mice tapaði 556 þúsundum dala árið 2023, sem jafngildir 77 milljónum króna. Tekjur félagsins námu rúmlega 900 milljónum króna líkt og árið áður.
Félagið var selt til BlueCat Networks á 3,8 milljarða króna á árinu. SÍA III slhf., sjóður í rekstri Stefnis, átti 93% hlut í félaginu fyrir söluna í gegnum félagið MM Holdings ehf. Í kjölfar sölunnar var hlutafé MM lækkað um 89% og rúmlega 3,7 milljarðar greiddir út til eigandans.
Magnús Eðvald Björnsson, sem var forstjóri Men & Mice þar til seint á árinu 2023, átti rúmlega 5% hlut og fékk við söluna rúmar 200 milljónir króna í sinn hlut.
Men & Mice
2022 |
---|
928 |
1.196 |
968 |
50 |