Eignarhaldsfélagið Kolka hagnaðist um 204 milljónir króna á síðasta ári en árið áður hagnaðist félagið um 102 milljónir.
Sala nam 12,2 milljörðum króna og jókst um 187 milljónir frá fyrra ári. Framlegð af vörusölu nam 3,4 milljörðum og jókst um 7,4% á milli ára.
Félagið er móðurfélag 1912 samstæðunnar sem á Nathan & Olsen, Ekruna og Emmessís, sem öll starfa í innflutningi, framleiðslu og dreifingu á matvælum. Meðal eigna er auk þess 50% eignarhlutur í ísbúðinni Huppu.
Kolka er í eigu Ara, Bjargar og Kristínar Fenger og fjölskyldu.
Lykiltölur / Eignarhaldsfélagið Kolka
2023 | |||||||
12.043 | |||||||
5.705 | |||||||
927 | |||||||
102 |