Verðbólga í nóvember mældist 8% hér á landi á 12 mánaða grundvelli sem er svipuð verðbólga og verið hefur á síðustu mánuðum. Verðlag hækkaði um 0,38% milli október og nóvember. Vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkaði um 0,04% milli mánaða og mælist 7,2% verðbólga á þann mælikvarða.

Verðbólga í nóvember mældist 8% hér á landi á 12 mánaða grundvelli sem er svipuð verðbólga og verið hefur á síðustu mánuðum. Verðlag hækkaði um 0,38% milli október og nóvember. Vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkaði um 0,04% milli mánaða og mælist 7,2% verðbólga á þann mælikvarða.

Matur og drykkjarvörur hafa hækkað um 11,1% á síðustu 12 mánuðum og er það sá undirliður sem hefur hækkað mest litið til stærstu undirliða í neyslukörfu heimilanna. Næstmesta hækkunin er á húsnæði, hita og rafmagni sem hefur hækkað um 10,5%. Þar á eftir kemur liðurinn hótel og veitingastaðir sem hefur hækkað um 10%.

Minnstu hækkanirnar hafa verið í ferðum og flutningum (4,6%), fötum og skóm (5,2%) og menntun (5,4%). Einn liður hefur lækkað í verði en það er póstur og sími sem hefur lækkað um 7,9% á síðustu 12 mánuðum.