Ný könnun sýnir, vegna væntanlegrar þátttöku Íslands í þriðja orkumálapakka ESB, sýnir að mikill meirihluti Íslendinga eru á móti því að ESB tilskipunin verði tekin upp í íslensk lög.
Segjast 80,5% vera andvíg því að vald yfir íslenskum orkumálum verði fært til evrópskra stofnana að því er Morgunblaðið greinir frá, en 8,3% eru hlynnt því.
Langmesta andstaðan er meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstr grænna, en einnig er mikill meirihluti stuðningsmanna Samfylkingar, Flokks fólksins og Pírata, þó andstæðan sé minnst hjá þeim síðastnefndu. Könnunin var gerð af Maskínu fyrir Heimsýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum.
Mikil umræða hvort hafi áhrif hér á landi eða ekki
Eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað ítarlega um eru deildar meiningar um það hvort og þá hvaða áhrif tilskipunin muni hafa, bæði hér á landi og erlendis. Andstæðingar segja að vald yfir innlendum orkumálum verði fært til stofnunarinnar sem geti þar með sagt Orkustofnun fyrir um skipulag og uppbyggingu orkukerfisins hér innanlands.
Jafnframt að stofnunin geti sagt til um það að hve miklu leyti Íslendingar þurfi að greiða fyrir lagningu raforkusæstrengs til Íslands.
Sérfræðingar stjórnarráðsins segja hins vegar að fyrst að ísland tengist ekki raforkukerfi Evrópu beint hafi orkumálapakkinn ekki mikil áhrif hér á landi.
Skipting andstöðu eftir flokkum:
- 91,6% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins
- 91,1% stuðningsmanna Miðflokksins
- 88,5% stuðningsmanna Framsóknarflokksins
- 86,3% stuðningsmanna Vinstri grænna
- 64,1% stuðningsmanna Flokks fólksins
- 63,8% stuðningsmanna Samfylkingar
- 60,8% stuðningsmanna Pírata
Hér má lesa fleiri fréttir um þriðja orkumálapakka ESB:
- 21. apríl 2018 - Orkupakkinn ekki fullveldisframsal
- 15. apríl 2018 - Segir rangt að ekki séu hagsmunir í húfi
- 4. aprík 1018 - Reynt verði á fullveldisréttinn í EES
- 31. mars 2018 - Orkuhagsmunir Íslands ekki í húfi
Hér má lesa skoðanapistla um þriðja orkumálapakka ESB:
- 15. apríl 2018 - Mikilsverðir orkuhagsmunir eru í húfi