Hagnaður vefstofunnar Vettvangs nam 82 milljónum króna árið 2023 og jókst um 1 milljón frá fyrra ári.

Rekstrartekjur námu 462 milljónum og jukust um 93 milljónir, eða um 25%.

100 milljónir króna voru greiddar út í arð til eigenda félagsins á árinu 2023, Elmars Gunnarssonar og Garðars Þorsteinssonar.

Vettvangur gekk á dögunum frá samningi við KSÍ um gerð nýs vefs sambandsins og er áætlað að hann verði kominn í loftið í nóvember.

Lykiltölur / Vettvangur

2023 2022
Tekjur 459 365
Eignir 193 205
Eigið fé 144 162
Afkoma 82 81
- í milljónum króna

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.