Samstæða gagnaversins atNorth á Íslandi skilaði tapi annað árið í röð í fyrra en tap ársins 2023 nam 6,3 milljónum Bandaríkjadala, eða sem nemur 850 milljónum króna. Árið áður nam tapið 230 þúsund dölum.

Sala jókst þó um 8 milljónir dala milli ára og framlegð árið 2023 nam 22,3 milljónum dala, samanborið við 19,2 milljónir dala árið 2022.

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir dróst aftur á móti saman um 3 milljónir dala og nam 8,3 milljónum í fyrra. Spilaði þar helst hlutverk að laun og launatengd gjöld og annar rekstrarkostnaður jókst um ríflega 6 milljónir dala og nam samanlagt 14,5 milljónum dala.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.