Kia er mest seldi bíllinn fyrstu fimm mánuðina á Íslandi en skráðir hafa verið 657 bílar. Næst á eftir koma Hyundai og Toyota.

Alls voru skráðir 4.753 bílar frá janúar til maí, samanborið við 7.700 bíla á sama tíma í fyrra.

Kia er mest seldi bíllinn fyrstu fimm mánuðina á Íslandi en skráðir hafa verið 657 bílar. Næst á eftir koma Hyundai og Toyota.

Alls voru skráðir 4.753 bílar frá janúar til maí, samanborið við 7.700 bíla á sama tíma í fyrra.

Fyrstu fjóra mánuði ársins var sala fólksbíla næstum niður um helming en tók verulega við í sér í maí. Skráðir voru 2.008 nýir bílar í mánuðinum.

Í sama mánuði í fyrra voru nýskráningar 2.577. Samdrátturinn er því aðeins 22% í maí en var 49,5% minni fyrstu fjóra mánuðina.

Algjört hrun í sölu Tesla

Tesla var næst mest selda bílategundin fyrstu fimm mánuðina í fyrra og voru 1.085 bílar nýskráðir. Í ár er salan hrunin. Aðeins hafa verið 154 bílar skráðir. Salan hefur því minnkað um 85,8% milli ára. Tesla er mest selda rafbílamerkið.

Mercedes-Benz kemur þar næst með 74 bíla og Volkswagen er í þriðja sæti með 70 bíla.

Hreinir rafbílar eru 17,7% allra seldra bíla fyrstu fimm mánuði ársins en voru 41,7% á sama tíma í fyrra.

Einstaklingar velja tengjanlega rafbíla en bílaleigur jarðefnaeldsneytið

Bílaleigur hafa næstum hætt að kaupa rafbíla. Aðeins 2,5% nýrra bílaleigubíla fyrstu fimm mánuði ársins eru rafbílar meðan hlutfallið var 18,3%.

Ef einstaklingsamarkaður rafbíla er skoðaður má sjá að rafbílar eru vinsælasti orkugjafinn með um 39% af öllum fólksbílum en hlutfallið var 63% nýskráninga í fyrra.

Einstaklingar kaupa mun frekar tengiltvinnbíla fyrstu fimm mánuðina í ár. Hlutfallið hefur hækkað úr 13,4% í 23,8%.

Tengjanlegir rafbílar, annað hvort 100% rafbílar eða með tengimöguleika eru því vel yfir 70% af öllum skráningum einstaklinga á þessu ári.