Pavel Durov, stofnandi og eigandi samskiptaforritsins Telegram, greinir frá því í sjaldgæfu viðtali við Financial Times að fyrirtækið muni líklega verða arðbært á þessu ári eða því næsta og er stefnan sett á frumútboð.

Pavel Durov, stofnandi og eigandi samskiptaforritsins Telegram, greinir frá því í sjaldgæfu viðtali við Financial Times að fyrirtækið muni líklega verða arðbært á þessu ári eða því næsta og er stefnan sett á frumútboð.

Notendur Telegram eru í dag um 900 milljón talsins og hefur forritið skilað hundruð milljónum dala í tekjur eftir að auglýsingar og áskriftarfyrirkomulag var tekið upp fyrir tveimur árum. Durov greinir frá því að mögulegir fjárfestar hafi verðmetið fyrirtækið – sem er aðeins með um 50 starfsmenn í fullu starfi – á meira en 30 milljarða dala en hann útilokar sölu meðan útboð er til skoðunar.

Hann vildi ekki gefa upp mögulegar tímasetningar á útboði en Financial Times hefur það eftir tveimur heimildarmönnum að Telegram muni líklega stefna á frumútboð í Bandaríkjunum þegar það byrjar að skila hagnaði og markaðsaðstæður batna.