Yfirgnæfandi meirihluti svarenda í könnun Viðskiptablaðsins í vikunni telur að stýrivextir verði hækkaðir í næstu viku, ýmist um 0,25 eða 0,5% en nánast hnífjafnt var milli þeirra tveggja valmöguleika.
Könnunin var gerð á mánudag og þriðjudag en 91 markaðsaðili svaraði könnuninni sem send var á um 200 starfsmenn fjármálafyrirtæka, lífeyrissjóða og greiningarfyritækja. Stuttu áður en könnunin var send út, birti Hagstofan janúarmælingu sína fyrir vísitölu neysluverðs sem náði 9,9% 12 mánaða hækkun í annað sinn nýverið og hefur nú verið yfir 9% samfleytt frá því í júlí.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaði vikunnar.