Ráðgjafar- og ráðningafyrirtækið Hagvangur hagnaðist um 94 milljónir króna í fyrra en árið áður nam hagnaður 92 milljónum. Tekjur Hagvangs jukust lítillega á milli ára, úr 314 milljónum í 337.

Eignir námu 150 milljónum í lok síðasta árs og jukust um 3 milljónir frá fyrra ári. Eigið fé nam 95 milljónum og því var eiginfjárhlutfall 63% í lok árs 2024.

Eigendur Hagvangs í lok árs voru þau Geirlaug Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri, Hlynur Atli Magnússon og Sverrir Briem, öll með 30% hlut hvor. Auk þess á félagið sjálft 10% af eignarhlutum þess.

Hagvangur

2024 2023
Rekstrartekjur 337 314
Eignir 150 147
Eigið fé 95 93
Hagnaður 94 92
Lykiltölur í milljónum króna.