Fjártæknifyrirtækið YAY tapaði 96 milljónum króna árið 2023 samanborið við 37 milljóna tap árið 2022.

Tekjur námu 21 milljón króna en voru 27 milljónir árið áður. Félagið jók hlutafé um 80 milljónir króna og hlaut 60 milljóna króna lán á árinu, sem lánveitendur hafa heimild til að breyta í hlutafé á fyrirframákveðnu gengi.

YAY heldur úti samnefndu smáforriti þar sem hægt er að kaupa, gefa og nota stafræn gjafabréf hjá um 250 samstarfsaðilum um land allt, en helstu viðskiptavinir YAY eru fyrirtæki og stofnanir.

Ari Þorgeir Steinarsson er framkvæmdastjóri YAY.

YAY

2023 2022
Rekstrartekjur 21 27
Eignir 639 449
Eigið fé 267 283
Tap 96 37
Lykiltölur í milljónum króna.