Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í maí þar sem 96 starfsmönnum var sagt upp störfum. Uppsagnirnar koma flestar til framkvæmda á tímabilinu ágúst til október 2024, að því er segir í tilkynningu á vef stofnunnarinnar.

Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í maí þar sem 96 starfsmönnum var sagt upp störfum. Uppsagnirnar koma flestar til framkvæmda á tímabilinu ágúst til október 2024, að því er segir í tilkynningu á vef stofnunnarinnar.

Fram kemur að umrædd störf séu í farþegaflutningum og fiskvinnslu.

Um miðjan þennan mánuð var grein frá því að Icelandair hefði sagt upp 57 flugmönnum en umræddar uppsagnir flugfélagsins taka gildi frá og með október. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í viðtali við Vísi að árstíðarsveifla í rekstri væri meginástæða hópuppsagnarinnar.