Arna, mjólkurvinnsla í Bolungarvík sem sérhæfir sig í framleiðslu á mjólkurvörum án laktósa, var rekin með 98 milljóna króna tapi árið 2022.

Arna, mjólkurvinnsla í Bolungarvík sem sérhæfir sig í framleiðslu á mjólkurvörum án laktósa, var rekin með 98 milljóna króna tapi árið 2022.

Árið áður nam tap félagsins 42 milljónum og því jókst tapið um 56 milljónir milli ára. Rekstrartekjur námu tæplega 1,6 milljörðum og jukust um 40 milljónir á milli ára.

Eignir félagsins námu 874 milljónum króna í lok árs 2022, skuldir 799 milljónum og eigið fé 75 milljónum. Eiginfjárhlutfall var því 8,6% á lokadegi ársins 2022.

Í skýrslu stjórnar kemur fram að rekstur áranna 2021 og 2022 hafi verið erfiður. Aftur á móti hafi jákvæður viðsnúningur átt sér stað á árinu 2023 og hagnaður orðið af rekstri félagsins á tímabilinu janúar til maí. Stjórnendur gerðu ráð fyrir að félagið yrði rekið með hagnaði árið 2023.

Jón von Tezchner var í lok árs 2022 stærsti hluthafi Örnu með samtals 64% hlut í gegnum félög sín Dvorzak Island ehf. og Vivaldi Ísland ehf.

Jón von Tezchner er stærsti eigandi Örnu.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.