Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur kynnt þrjár nýjar flugvélar sem eiga að stuðla að kolefnislausu flutningaflugi. Týpurnar þrjár byggja á þremur mismunandi útfærslum og er áætlað að þær gætu nýst í farþegaflug fyrir árið 2035.

Sjá einnig: Airbus „blæðir lausafé“

Hugmyndirnar eru enn á frumstigi og ekki er ljóst hvort grundvöllur sé fyrir framleiðslu á áðurnefndum vélum. Mest gætu vélarnar flutt um 200 farþega og væru þær sem lengst drífa með yfir 3.200 kílómetra drægi. Umfjöllun á vef news.sky.

Forstjóri Airbus, Guillaume Faury, segir að með aðstoð ríkisins og samstarfsaðila Airbus ætti að vera hægt að auki vægi endurnýjanlegra orkulinda og notkun vetnis í flugiðnaðinum. Segir félagið að slíkt muni krefjast mikilla fjárfestinga.

Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur kynnt þrjár nýjar flugvélar sem eiga að stuðla að kolefnislausu flutningaflugi. Týpurnar þrjár byggja á þremur mismunandi útfærslum og er áætlað að þær gætu nýst í farþegaflug fyrir árið 2035.

Sjá einnig: Airbus „blæðir lausafé“

Hugmyndirnar eru enn á frumstigi og ekki er ljóst hvort grundvöllur sé fyrir framleiðslu á áðurnefndum vélum. Mest gætu vélarnar flutt um 200 farþega og væru þær sem lengst drífa með yfir 3.200 kílómetra drægi. Umfjöllun á vef news.sky.

Forstjóri Airbus, Guillaume Faury, segir að með aðstoð ríkisins og samstarfsaðila Airbus ætti að vera hægt að auki vægi endurnýjanlegra orkulinda og notkun vetnis í flugiðnaðinum. Segir félagið að slíkt muni krefjast mikilla fjárfestinga.