Þegar Ís­land inn­leiddi afleidda reglu­gerð um tæknileg matsviðmið flokkunar­kerfis, í tengslum við EU-Taxono­my flokkunar­reglu­gerðina frá ESB, var fjár­mála­ráðu­neytið full­með­vitað um að stór hluti reglu­gerðarinnar ætti ekki við hér á landi og myndi leiða til þess að ís­lensk fyrir­tæki gætu ekki sinnt sam­svarandi upp­lýsinga­gjöf og fyrir­tæki í Evrópu.

Þegar Ís­land inn­leiddi afleidda reglu­gerð um tæknileg matsviðmið flokkunar­kerfis, í tengslum við EU-Taxono­my flokkunar­reglu­gerðina frá ESB, var fjár­mála­ráðu­neytið full­með­vitað um að stór hluti reglu­gerðarinnar ætti ekki við hér á landi og myndi leiða til þess að ís­lensk fyrir­tæki gætu ekki sinnt sam­svarandi upp­lýsinga­gjöf og fyrir­tæki í Evrópu.

„Á ekki við hér á landi

Í svari fjár­mála­ráðu­neytisins við á­hyggjum nokkurra íslenskra fyrir­tækja sem skiluðu inn umsögnum um reglugerðina kemur skýrt fram að ráðuneytið vissi að reglu­verkið leiðir til þess að ís­lensk fyrir­tæki geti ekki sinnt upp­lýsinga­gjöf.

„Sú krafa verður ekki gerð til ís­lenskra fyrir­tækja að upp­lýsa til hlítni við kröfur í Evrópu­sam­bands­gerðum sem ekki eiga við hér á landi, jafn­vel þótt vísað sé til þeirra í reglu­gerð (ESB) 2020/852 eða undir­gerðum hennar,“ segir í niður­stöðu­skjali fjár­mála­ráðu­neytisins að loknu sam­ráði.

„Það getur vissu­lega leitt til þess að upp­lýsinga­gjöf ís­lenskra fyrir­tækja sam­kvæmt reglu­verkinu verði ekki sam­svarandi upp­lýsinga­gjöf fyrir­tækja í Evrópu­sam­bandinu, en það er ó­hjá­kvæmi­leg af­leiðing þess að stór hluti þess reglu­verks sem reglu­gerð (ESB) 2020/852 og undir­gerðir hennar byggjast á heyrir ekki undir EES-samninginn og á ekki við hér á landi,“ segir þar enn fremur

Ráðu­neytið taldi engar um­sagnir kalla á breytingar á drögum að reglu­gerðinni sem var send til birtingar í Stjórnar­tíðindum i byrjun árs.

Það virðist því vera svo að Ís­land hafi á­kveðið að velja verstu leiðina við inn­leiðingu reglu­verksins.

Ís­lensk fyrir­tæki þurfa að ráðast í mikla vinnu með til­heyrandi ráð­gjöf og kostnaði en inn­leiðingar­halli á enn meira reglu­verki frá ESB veldur því að þau geta ekki upp­fyllt skyldur sínar með sama hætti og sam­svarandi fyrir­tæki í Evrópu.

Fer þetta einnig gegn markmiðum reglugerðarinnar en flokkunarkerfinu og öðrum afleiddum reglugerðum í sjálfbærni er ætlað að tryggja stöðlun og einsleitni í upplýsingagjöf svo t.d. erlendir fjárfestar geti borið saman sjálfbærnisupplýsingagjöf fyrirtækja í mismunandi löndum.

Ísland heldur þó eitt á Svarta-Pétri.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast fréttina í heild hér.