Sam­kvæmt Kaup­hallar­til­kynningu Skaga hafa 246 starfs­menn sam­stæðunnar kaupréttar­samning sem ná til allt að 19.307.468 hluta á ári miðað við 100% nýtingu kauprétta.

Á aðal­fundi VÍS (Skaga) í mars á þessu ári var stjórn félagsins veitt heimild til að samþykkja kaupréttaráætlun á grund­velli hennar kaupréttar­samninga við starfs­fólk Skaga og dóttur­félaga þess.

Kaupréttaráætlunin var síðar út­færð af stjórn Skaga og samþykkt af skattinum um miðjan október.

Sam­kvæmt áætluninni öðlast kaupréttar­hafi rétt til að kaupa hlut í félaginu fyrir að há­marki 1.500.000 krónur einu sinni á ári í þrjú ár og fyrst að 12 mánuðum liðnum frá undir­ritun samnings.

Kaup­verð er vegið meðal­verð í við­skiptum með hluta­bréf félagsins tíu við­skipta­daga fyrir samnings­dag, sem er í dag eða 19,11 krónur á hvern hlut.

Dagsloka­gengi Skaga var 19,65 krónur í dag. Gengi félagsins hefur hækkað um rúm 18% á árinu.