Landssamtök lífeyrissjóða áætla að raunávöxtun íslenskra lífeyrissjóða bæði fyrir samtryggingu og sérseign verði jákvæð árið 2024 um 6,5%.
Áætlunin tekur mið af vegnu meðaltali alls eignasafns íslenskra lífeyrissjóða en endanlegar ávöxtunartölur verða birtar þegar ársreikningar sjóðanna fyrir árið 2024 liggja fyrir.
Mun það vera töluvert betri árangur en síðustu ár en raunávöxtun var jákvæð um hálft prósent árið 2023 og neikvæð um 12% árið 2022.
Nafnávöxtun árið 2023 var rúmlega 8% að meðaltali en verðbólga ársins var 7,7%.
Lífeyrissjóðir horfa til langtímaávöxtunar við fjárfestingar enda eru skuldbindingar þeirra til langs tíma. Árangur við ávöxtun til langs tíma skiptir því meginmáli.
Samkvæmt tilkynningu frá Landsamtökunum hefur meðalraunávöxtun sjóðanna síðustu tíu ár verið um 4,0% og um 2,7% síðustu fimm ár.