Lands­samtök líf­eyris­sjóða áætla að raunávöxtun ís­lenskra líf­eyris­sjóða bæði fyrir sam­tryggingu og sérs­eign verði jákvæð árið 2024 um 6,5%.

Áætlunin tekur mið af vegnu meðaltali alls eigna­safns ís­lenskra líf­eyris­sjóða en endan­legar ávöxtunar­tölur verða birtar þegar árs­reikningar sjóðanna fyrir árið 2024 liggja fyrir.

Mun það vera tölu­vert betri árangur en síðustu ár en raunávöxtun var jákvæð um hálft pró­sent árið 2023 og neikvæð um 12% árið 2022.

Nafnávöxtun árið 2023 var rúmlega 8% að meðaltali en verðbólga ársins var 7,7%.

Líf­eyris­sjóðir horfa til langtímaávöxtunar við fjár­festingar enda eru skuld­bindingar þeirra til langs tíma. Árangur við ávöxtun til langs tíma skiptir því megin­máli.

Sam­kvæmt til­kynningu frá Land­samtökunum hefur meðal­raunávöxtun sjóðanna síðustu tíu ár verið um 4,0% og um 2,7% síðustu fimm ár.