Drög að upp­gjöri Arion banka fyrir fjórða árs­fjórðung 2024 liggja nú fyrir og sam­kvæmt þeim er af­koma fjórðungsins um 8,3 milljarðar króna sem leiðir til 13,2% arð­semi eigin­fjár á árinu 2024.

Sam­kvæmt kaup­hallar­til­kynningu bankans er því af­koma fjórðungsins um 28% yfir meðaltals­spá greiningaraðila.

„Munurinn liggur helst í betri af­komu af verðbréfum sam­stæðunnar og jákvæðari virðis­breytingu lána­bókar en greiningaraðilar gera al­mennt ráð fyrir. Tekjur af kjarna­starf­semi, saman­lagðar hreinar vaxta­tekjur, hreinar þóknana­tekjur og hreinar tekjur af trygginga­starf­semi, eru að mestu í takt við spár greiningaraðila,“ segir í til­kynningunni.

Arion banki setur þann var­nagla að upp­gjörið gæti tekið breytingum en það verður birt 12. febrúar næst­komandi.

Á þriðja árs­fjórðungi hagnaðist Arion banki um 7,9 milljarða króna sem var hækkun úr 6,1 milljarði á sama tíma­bili í fyrra.

Arð­semi eigin­fjár var 16,1% á fjórðungnum sem er tölu­vert hærra en arð­semi hinna kerfis­lega mikilvægu bankanna.

Arð­semi Arion banka á fyrstu sex mánuðum ársins nam því 10,2% sem var 2,8% undir arð­semis­kröfum stjórnar bankans en eftir upp­gjör þriðja árs­fjórðungs fór arð­semi á fyrstu níu mánuðum ársins upp í 12,2%.